Færsluflokkur: Dægurmál
12.8.2009 | 16:50
Nei, hættu nú alveg...
Það var verið að lesa upp fyrir mig svar Sveins Andra við þessari grein þar sem hann segir meðal annars, "það kom í sjálfu sér ekki mikið fram í þessum símtölum" sem Borghildur vildi leggja fram fyrir rétti!
Ekki mikið?
Er það ekki mikið að faðirinn segist þar engan áhuga hafa á að fá eldri strákinn, hann sé of mikill mömmustrákur? Hann vill fá yngri strákinn af því hann er sannfærður um að sá elski sig enn. Sá drengur er næstum 5 ára og af þeim tíma hefur faðir hans eingöngu verið til staðar af og til í 2 ár.
Í símtölunum ræða foreldrarnir einnig saman sín á milli um það andlega og líkamlega ofbeldi sem Borghildur og drengirnir hafa orðið fyrir af hendi föðursins.
Í símtölunum minnir Borghildur hann um loforð sitt um að hann aldrei myndi taka af henni börnin eða fara í forræðismál við hana.
Í símtölunum talar faðirinn um sín geðrænu vandamál og að það sé ekki en búið að ná að koma honum í jafnvægi.
Ég get bara hreinlega ekki annað en ályktað að maðurinn hafi alls ekki hvorki hlustað á upptökurnar né lesið handritin af þeim
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2009 | 15:03
Nei hættu nú alveg...
Það var verið að lesa upp fyrir mig svar Sveins Andra við þessari grein þar sem hann segir meðal annars, "það kom í sjálfu sér ekki mikið fram í þessum símtölum" sem Borghildur vildi leggja fram fyrir rétti!
Ekki mikið?
Er það ekki mikið að faðirinn segist þar engan áhuga hafa á að fá eldri strákinn, hann sé of mikill mömmustrákur? Hann vill fá yngri strákinn af því hann er sannfærður um að sá elski sig enn. Sá drengur er næstum 5 ára og af þeim tíma hefur faðir hans eingöngu verið til staðar af og til í 2 ár.
Í símtölunum ræða foreldrarnir einnig saman sín á milli um það andlega og líkamlega ofbeldi sem Borghildur og drengirnir hafa orðið fyrir af hendi föðursins.
Í símtölunum minnir Borghildur hann um loforð sitt um að hann aldrei myndi taka af henni börnin eða fara í forræðismál við hana.
Í símtölunum talar faðirinn um sín geðrænu vandamál og að það sé ekki en búið að ná að koma honum í jafnvægi.
Ég get bara hreinlega ekki annað en ályktað að maðurinn hafi alls ekki hvorki hlustað á upptökurnar né lesið handritin af þeim
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2009 | 12:03
Getur einhver útskýrt fyrir mér stjórnarskrána, takk?
Hvernig er það eiginlega, er ekki stjórnarskráin okkar æðstu lög? Er ekki 66.grein stjórnarskránnar okkar ófrávíkjanlegi fæðingarréttur?
Í 61. gr. stjórnarskrár stendur " Dómendur skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum". Eru sem sagt samningar sem stríða gegn stjórnarskránni æðri en stjórnaskráin?
Í 1944 nr. 33 17. júní/ Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands68. gr. stjórnarskrár stendur "Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu." Er ekki einmitt sú meðferð sem Borghildur hefur fengið bæði ómannúðlegri og vanvirðandi
Svo myndi ég alveg vilja fá að vita hvort fleiri samningar eins og Haagsamningurinn séu til sem geta orðið til þess að einhver erlendis gæti pantað að fá mig eða einhvern annan Íslending framseldan.
Má ég minna á Bobby Fisher! Sjá http://emilkr.blog.is/blog/emilkr/entry/929053/ Emil skrifar með meiru "Fyrst hægt að var að blása til samstöðu um að koma Fisher karlinum undan refsivendi bandarískra yfirvalda og veita honum hæli hér á landi ætti það að vera lágmarkskrafa að við gerðum slíkt hið sama fyrir okkar eigin landsmenn"
En auðvitað er Borghildur enginn skákmeistari...
Fékk sms: Hæstiréttur staðfesti dóminn, sorry | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hæstiréttur hefur nú staðfest úrskurð Héraðsdómara í Haague málinu milli Borghildar Guðmundsdóttur og Richard Colby Busching.
Haague málið snýst um hvort Borghildur hafi komið ólöglega til Íslands með drengina. Úrskurðurinn er brottvísun tveggja ungra íslenskra ríkisborgara, 4 og 9 ára sem skal vera yfirstaðinn fyrir þann 17. Ágúst 2009.
Upprunalegur úrskurður Héraðsdómara kom mjög á óvart enda hljómaði hann á að lögfræðinginn hefði ekki nýtt sér nægilega það ákvæði sem hefði gert gæfumuninn, þ.e.a.s. Það láðist að undirstrika þá staðreynd að þegar málið var tekið upp fyrir héraðsdóm höfðu drengirnir búið á Íslandi í meira en 1 ár sem hefðu getað stoppað brottvísun drengjanna sökum röskunar.
Sú ákvörðun var tekin að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar en eftir á að hyggja var sú ákvörðun vonlaus. Loksins voru öll gögn lögð fyrir þrátt fyrir að lögmaðurinn hljóti að hafa vitað að Hæstiréttur gæti ekki tekið tillit til nýrra gagna í kæru. Úrskurður Hæstarétts var því byggður á sama skorti á gögnum og áherslum á ákvæði Haague samningsins og úrskurður Héraðsdóms.
Sem dæmi um það sem þó fram kom í málinu má nefna það að faðirinn, sem er atvinnuhermaður, á við geðræn vandamál að stríða og að börnin eiga að fara til foreldra hans, ekki hans sjálfs. Einnig að faðirinn hafði varla séð drengina í rúmt ár áður en þeir fluttu. Það ár voru foreldrarnir skilin að borði og sæng en faðirinn sinnti ekki umgengni og sýndi drengjunum engan áhuga. Einnig kemur fram að eldri strákurinn vill búa hjá mömmu sinni og vill eingöngu flytja aftur til Ameríku ef hún býr þar.
Sem dæmi um það sem ekki fram kom í málinu má nefna símtöl þar sem faðirinn segist engann áhuga hafa á að fá eldri strákinn, hann sé of mikill mömmustrákur. Hann vill fá yngri strákinn af því hann er sannfærður um að sá elski sig enn. Sá drengur er næstum 5 ára og af þeim tíma hefur faðir hans eingöngu verið til staðar af og til í 2 ár. Í símtölunum játar faðirinn einnig á sig andlegt og líkamlegt ofbeldi gangvart Borghildi og börnunum. Annað sem ekki kom fram voru sönnunargögn sem vísa að Borghildur var komin með drengina til Íslands þegar Colby fór í gang með að reyna að stoppa hana, það þýðir að hún kom til landsins löglega með drengina.
Borghildur fékk niðurstöðu Hæstaréttar að vita föstudaginn 7. Ágúst gegnum sms frá lögfræðingnum. Í gegnum annað sms sagði hann henni að hún hefði 6 vikur frá og með þeim degi en þegar Borghildur hringdi í skrifstofuna hans fékk hún að vita að það væri rangt, úrskurður hefði fallið miðvikudaginn 5. Ágúst og hún hefði 10 daga til að koma drengjunum úr landi. Sama dag og sms-ið kom frá lögfræðingnum, þ.e.a.s. 2 dögum eftir úrskurð, átti Borghildur að mæta í Héraðsdóm þar sem átti að skipa aðila til að kanna aðlögun drengjanna. Málinu var hreinlega lokað áður en allri rannsókn var lokið.
Í dag hefur Borghildur ekki lengur græna kortið og hún fær það ekki endurnýjað. Þetta þýðir að hún getur einungis verið í USA í 3 mánuði, eftir það verður henni vísað úr landi. Forræðismál í Kentucky taka, eftir þeim upplýsingum sem við höfum aflað okkur, 3-6 mánuði. Borghildur stendur mjög vel lagalega séð svo lengi sem hún er aðal umannandi, "primary caregiver", því réttarkerfið í Kentucky hefur orð á sér fyrir að vera aðal umannanda hliðhollt en ef Borghildi verður vísað úr landi áður en málaferlum er lokið þá missir hún þá stöðu þar sem lögin kveða á um að drengirnir færu þá til pabba síns sem þá yrði aðal umannandi. Allt annað en 100% forræði þýðir kyrrsetningu drengjanna í Ameríku og réttarkerfið í Kentucky dæmir alltaf 50% forræði nema í allra verstu tilfellum.
Vegna þess að hún hefur ekki lengur græna kortið og er með lögheimili á Íslandi fær Borghildur engin lán í Ameríku og sökum fjármála ástandsins á Íslandi fær hún engin lán hér heldur.
Ef málið tapast og Borghildi verður vísað úr landi í Bandaríkjunum verða öll hennar samskipti við drengina þar eftir upp á náð og miskun Colbys og foreldra. Þetta brýtur alfarið á móti óskum eldri drengsins, um að hann vilji búa hjá mömmu sinni og eingöngu flytja aftur til Ameríku ef hún býr þar, sem komu fram í dómsmálagögnum og þar með er algjörlega litið fram hjá öðru ákvæði í Haague samningnum sem hljóðar upp á að virða óskir barnanna.
Hægt er að skoða nánara úrskurð hæstarétts á http://www.haestirettur.is/domar?nr=6004
Stofnuð hefur verið síða á facebook til að hjálpa Borghildi að afla peninga til að höfða forræðismálið í Ameríku. Síðan heitir "Hjálpum Boggu að halda börnunum sínum"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2008 | 15:25
Hverjir eru vinir þínir Birgir?
Nei nú er komið nóg! Hvernig er hægt að ætlast til að fólk sem á ekki bót fyrir boruna taki á sig skuldir upp á milljarða sem þau áttu engann þátt í að stofna og leyfa svo "auðmönnunum" að sitja fast á sínu.
Ég vona bara að eftir að krísunni líkur standi eftir þessir örfáu íslensku stjórnmálamenn sem skilja að tími myrkraverka er liðinn og að hér eftir verða stjórnmál og fjármál að vera gagnsæ ef vinna á aftur traust landsmanna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigrún Guðfinna Björnsdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- Athyglisverd óvandvirkni dómstóla Einn af fáum á blog.is sem hafa lesid dóminn og skilid
- Inda
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar